Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2023 14:30 Instagram er á meðal þeirra miðla sem þurfa nú að auk gegnsæi í því hvernig þeir mæla með efni og auglýsingum við notendur sína. AP/Michael Dwyer Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga. Ný reglugerð Evrópusambandsins um stafræna þjónustu (e. Digital Services Act) tók gildi fyrir nítján umsvifamestu vefsíður álfunnar, þær sem eru með fleiri en 45 milljónir notendur, í dag. Þeirra á meðal eru samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram og TikTok en einnig verslunarsíður eins og Amazon og tæknirisar eins og Google. Reglurnar taka gildi fyrir allar vefsíður stórar og smáar í febrúar. Markmið nýju reglnanna er að vernda persónuupplýsingar evrópskra notenda, auka gegnsæi og fjarlægja skaðlegt og ólöglegt efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þær gefa notendum vefsíðnanna kost á að losna undan algríminu og gervigreindinni sem tæknifyrirtækin nota til þess að sérsníða miðlana að einstökum notendum á grundvelli þess aragrúa persónuupplýsinga sem þau safna um þá. Gervigreindarmeðmælakerfum samfélagsmiðla hefur meðal annars verið kennt um að notendur þeirra lokist inn í svokölluðum bergmálshellum og að þeim sé sífellt ýtt í átt að öfgafyllra efni. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Geta valið að sniðganga algrímið Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, segir að evrópskir notendur geti nú valið að sjá aðeins efni frá fólki sem það fylgir í tímaröð í staðinn fyrir að láta algrím miðlanna velja hvað birtist á tímalínunni þeirra og í leitarniðurstöðum. Leitarniðurstöður munu nú byggjast á leitarorðinu einu án tillagna sem byggja á persónuupplýsingum sem miðlarnir safna um notendur sína. TikTok ætlar nú að sýna notendum sínum vinsæl myndbönd frá svæði þeirra og víðar um heim í staðinn fyrir að halda að þeim svipuðu efni og þeir hafa áður skoðað. Þá gera reglurnar samfélagsmiðlafyrirtækjunum að gera notendum sínum auðveldara að tilkynna efni sem þeir telja skaðlegt eða ólöglegt. Á sama tíma eiga reglurnar að auka gegnsæi þannig að notendur fá að vita hvers vegna miðlarnir fjarlægja efni. Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd, segir að íslenskir notendur finni líklega strax fyrir áhrifum reglugerðarinnar þrátt fyrir að hún verði ekki formlega leidd í íslensk lög strax þar sem fyrirtækin sem um ræðir starfi almennt á evrópskum markaði. Innleiðingarferlið hér á landi sé þó hafið. Nota ekki lengu persónuupplýsingar til að sníða auglýsingar að börnum Ein stærsta breytingin sem reglurnar hafa í för með sér er bann við notkun svonefnds persónusniðs, sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga sem dregur ályktanir um hegðun fólks og einkenni, til þess að beina stafrænum auglýsingum að börnum og þeim sem byggjast á viðkvæmum persónuupplýsingum fólk eins og trúar- eða stjórnmálaskoðunum, kynhneigð eða heilsufari. „Í þessari nýju reglugerð er í raun lagt blátt bann við því að nota persónusnið til að beina auglýsingum að ólögráða einstaklingum, það er að segja börnum,“ segir Valborg. TikTok greindi frá því í júlí að notendur á aldrinum þrettán til sautján ára fengju ekki lengur auglýsingar sem byggðu á því sem þeir gerðu innan forritsins eða utan. Sú breyting náði til Evrópusambandsins, Bretlands, Sviss, Íslands, Noregs og Liechtenstein. Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd.Aðsend Meta hætti að sýna unglingum auglýsingar sem voru sniðnar að notkun þeirra á Instagram og Facebook. Aldur og staðsetning eru nú einu upplýsingarnar sem auglýsendur þar geta notað til að ná til unglinga. Ekki er þó lagt á algilt bann við því að nota algrím við markaðssetningu. Valborg segir þannig til dæmis ekkert sem takmarki notkun upplýsinga um ferðir fólks. „Það er alls ekki búið að'útiloka að hægt sé að rýna okkur með mjög nærgöngulum hætti og búa til mjög nærgöngul persónusnið og nota þau til að beina að okkur markaðsefni. En þá kemur inn þetta aukna gegnsæi,“ segir Valborg. Notendur geti tekið frjálsar og upplýstar ákvarðanir Valborg segir að fram að þessu hafi eftirlitsstofnanir aðeins þurft að leggja áherslu á ábyrgðaraðila auglýsinga til að framfylgja reglum um persónuvernd notenda. Nýju reglurnar geri skýrt að þær nái utan um milliliði auglýsinga eins og samfélagsmiðla og hýsingaraðila. Með reglunum sé gegnsæi aukið og notendum gert auðveldara að skilja hvað sé að gerast á vefsíðunum sem þeir nota og þannig taka upplýstar ákvarðanir. „Þar með er verið að efla getu notenda til þess að taka frjálsar ákvarðanir og upplýstar og að það sé ekki alltaf verið að stýra þeim í einhverja átt. Þetta er meðal annars gert með því að skylda þessa milliliði til þess að upplýsa notendur um af hverju einhver auglýsing beinist að þeim og hver greiddi fyrir hana. Þarna er aftur verið að skýra ábyrgð milliliðarins,“ segir Valborg. Reglunum er einnig ætlað að banna það sem hefur verið kallað myrk mynstur (e. dark patterns) í markaðssetningu. Það er aðferð sem síður sem selja vörur eða þjónustu nota til þess að hafa áhrif á notendur til þess að fá þá til þess að kaupa dýrari vörur en þeir ætluðu sér með því að hagnýta persónuupplýsingar um þá. Valborg segir að mjög erfitt hafi reynst að þvinga fram gegnsæi á þessu sviði. „Þetta er svo dulið að fólk áttar sig ekki almennt á að það sé að gerast,“ segir hún. Persónuvernd Evrópusambandið Auglýsinga- og markaðsmál Meta TikTok Google Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Ný reglugerð Evrópusambandsins um stafræna þjónustu (e. Digital Services Act) tók gildi fyrir nítján umsvifamestu vefsíður álfunnar, þær sem eru með fleiri en 45 milljónir notendur, í dag. Þeirra á meðal eru samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram og TikTok en einnig verslunarsíður eins og Amazon og tæknirisar eins og Google. Reglurnar taka gildi fyrir allar vefsíður stórar og smáar í febrúar. Markmið nýju reglnanna er að vernda persónuupplýsingar evrópskra notenda, auka gegnsæi og fjarlægja skaðlegt og ólöglegt efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þær gefa notendum vefsíðnanna kost á að losna undan algríminu og gervigreindinni sem tæknifyrirtækin nota til þess að sérsníða miðlana að einstökum notendum á grundvelli þess aragrúa persónuupplýsinga sem þau safna um þá. Gervigreindarmeðmælakerfum samfélagsmiðla hefur meðal annars verið kennt um að notendur þeirra lokist inn í svokölluðum bergmálshellum og að þeim sé sífellt ýtt í átt að öfgafyllra efni. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Geta valið að sniðganga algrímið Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, segir að evrópskir notendur geti nú valið að sjá aðeins efni frá fólki sem það fylgir í tímaröð í staðinn fyrir að láta algrím miðlanna velja hvað birtist á tímalínunni þeirra og í leitarniðurstöðum. Leitarniðurstöður munu nú byggjast á leitarorðinu einu án tillagna sem byggja á persónuupplýsingum sem miðlarnir safna um notendur sína. TikTok ætlar nú að sýna notendum sínum vinsæl myndbönd frá svæði þeirra og víðar um heim í staðinn fyrir að halda að þeim svipuðu efni og þeir hafa áður skoðað. Þá gera reglurnar samfélagsmiðlafyrirtækjunum að gera notendum sínum auðveldara að tilkynna efni sem þeir telja skaðlegt eða ólöglegt. Á sama tíma eiga reglurnar að auka gegnsæi þannig að notendur fá að vita hvers vegna miðlarnir fjarlægja efni. Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd, segir að íslenskir notendur finni líklega strax fyrir áhrifum reglugerðarinnar þrátt fyrir að hún verði ekki formlega leidd í íslensk lög strax þar sem fyrirtækin sem um ræðir starfi almennt á evrópskum markaði. Innleiðingarferlið hér á landi sé þó hafið. Nota ekki lengu persónuupplýsingar til að sníða auglýsingar að börnum Ein stærsta breytingin sem reglurnar hafa í för með sér er bann við notkun svonefnds persónusniðs, sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga sem dregur ályktanir um hegðun fólks og einkenni, til þess að beina stafrænum auglýsingum að börnum og þeim sem byggjast á viðkvæmum persónuupplýsingum fólk eins og trúar- eða stjórnmálaskoðunum, kynhneigð eða heilsufari. „Í þessari nýju reglugerð er í raun lagt blátt bann við því að nota persónusnið til að beina auglýsingum að ólögráða einstaklingum, það er að segja börnum,“ segir Valborg. TikTok greindi frá því í júlí að notendur á aldrinum þrettán til sautján ára fengju ekki lengur auglýsingar sem byggðu á því sem þeir gerðu innan forritsins eða utan. Sú breyting náði til Evrópusambandsins, Bretlands, Sviss, Íslands, Noregs og Liechtenstein. Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd.Aðsend Meta hætti að sýna unglingum auglýsingar sem voru sniðnar að notkun þeirra á Instagram og Facebook. Aldur og staðsetning eru nú einu upplýsingarnar sem auglýsendur þar geta notað til að ná til unglinga. Ekki er þó lagt á algilt bann við því að nota algrím við markaðssetningu. Valborg segir þannig til dæmis ekkert sem takmarki notkun upplýsinga um ferðir fólks. „Það er alls ekki búið að'útiloka að hægt sé að rýna okkur með mjög nærgöngulum hætti og búa til mjög nærgöngul persónusnið og nota þau til að beina að okkur markaðsefni. En þá kemur inn þetta aukna gegnsæi,“ segir Valborg. Notendur geti tekið frjálsar og upplýstar ákvarðanir Valborg segir að fram að þessu hafi eftirlitsstofnanir aðeins þurft að leggja áherslu á ábyrgðaraðila auglýsinga til að framfylgja reglum um persónuvernd notenda. Nýju reglurnar geri skýrt að þær nái utan um milliliði auglýsinga eins og samfélagsmiðla og hýsingaraðila. Með reglunum sé gegnsæi aukið og notendum gert auðveldara að skilja hvað sé að gerast á vefsíðunum sem þeir nota og þannig taka upplýstar ákvarðanir. „Þar með er verið að efla getu notenda til þess að taka frjálsar ákvarðanir og upplýstar og að það sé ekki alltaf verið að stýra þeim í einhverja átt. Þetta er meðal annars gert með því að skylda þessa milliliði til þess að upplýsa notendur um af hverju einhver auglýsing beinist að þeim og hver greiddi fyrir hana. Þarna er aftur verið að skýra ábyrgð milliliðarins,“ segir Valborg. Reglunum er einnig ætlað að banna það sem hefur verið kallað myrk mynstur (e. dark patterns) í markaðssetningu. Það er aðferð sem síður sem selja vörur eða þjónustu nota til þess að hafa áhrif á notendur til þess að fá þá til þess að kaupa dýrari vörur en þeir ætluðu sér með því að hagnýta persónuupplýsingar um þá. Valborg segir að mjög erfitt hafi reynst að þvinga fram gegnsæi á þessu sviði. „Þetta er svo dulið að fólk áttar sig ekki almennt á að það sé að gerast,“ segir hún.
Persónuvernd Evrópusambandið Auglýsinga- og markaðsmál Meta TikTok Google Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira