Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 17:44 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf á meðan það ríkir skortur á ADHD-lyfjum á landinu. Vísir/Vilhelm ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“ Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
ADHD lyfið Elvanse í styrkleika 30 og 50 milligrömm hefur verið ófáanlegt síðan í júlí. Það sama gildir um samheitalyfið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar segir gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir Elvanse væntanlegt aftur í september.Vísir/Vilhelm „En síðan hafa komið upp einhver framleiðslu-og flutningsvandamál og það er eiginlega raunverulega skýringin. Samheitalyfið var að koma á markað í þeim mánuði sem Elvanse fór í skort og þær birgðir sem þau höfðu gert ráð fyrir að nota í þrjá mánuði hurfu bara fljótt.” Lyfið er væntanlegt aftur í byrjun september. Skorturinn er alþjóðlegur en Rúna segir að hann hafi komið fyrr fram hér á landi en annarsstaðar. „Þetta kemur mjög seint til okkar, við fáum tilkynningar og getum farið að bregðast við þegar það er ljóst að samheitalyf er bara með þriggja mánaða birgðir miðað við litla markaðshlutdeild. Löndin í kringum okkur, bæði Danmörku og í Finnlandi og Noregi hafa stofnanir betri yfirsýn yfir birgðirnar í landinu sínu og geta þá brugðist við fyrr. Hugsanlega hefði verið hægt að bregðast við fyrr með undanþágulyfjum,“ segir hún. Dæmi um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að mörg dæmi séu um að fólk reyni að útvega lyfin á svörtum markaði. Rúna segist ekki þekkja til þess enda væri Lyfjastofnun ekki sú stofnun sem myndi heyra sérstaklega af því. „Svoleiðis að við höfum brýnt fyrir fólki að vera ekki að nota annara manna lyf. Og taka sér annaðhvort lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Það eru til önnur methylphenidate lyf í landinu, nóg af þeim, sem enginn skortur er á.“
Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira