Hermoso stendur föst á sínu og er hætt í landsliðinu á meðan Rubiales er við völd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 21:20 Mynd af atvikinu sem um er ræðir. Noemi Llamas/Getty Images Jenni Hermoso, heimsmeistari með Spáni, hefur tjáð sig um atvikið sem átti sér stað að loknum úrslitaleik HM í knattspyrnu. Auk þess að fá verðlaunapening sinn afhentan frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Myndir og myndbönd af atvikinu fóru sem eldur um sinu í kjölfarið enda flest á því að um gríðarlega óviðeigandi atvik hafi verið að ræða. Rubiales var þó ekki á þeim buxunum og neitar að segja af sér þrátt fyrir mikla pressu. Í kjölfar atvika dagsins í dag, þar sem Rubiales tjáði sig, hefur Hermoso tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Eftir að ná einum merkasta áfanga íþróttaferils míns, og eftir nokkra daga af íhugun, vil ég þakka samherjum mínum, stuðningsfólki, aðdáendum, fjölmiðlum og öllum þeim sem hafa hjálpað mér að gera þennan draum að veruleika. Stuðningur og vinna ykkar var grundvöllurinn að því að vinna HM,“ segir Hermoso og heldur áfram. Official Announcement. August 25th,2023. pic.twitter.com/lQb18IGsk2— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) August 25, 2023 „Því miður voru fagnaðarlætin í styttri kantinum. Ég vil ekki hafa nein áhrif á framgang laganna og þau mál sem eru í gangi en mér finnst ég knúin til að segja að orð Luis Rubiales um atvikið sem átti sér stað eru uppspuni og hluti af þeirri stjórnsömu-menningu sem hann hefur búið til.“ „Ég vil taka skýrt fram að aldrei átti nein umræða sér stað og að með engu móti hafi ég samþykkt kossinn. Ég vil taka fram að mér líkaði einkar illa við téð atvik,“ bætti Hermoso við. Landsliðskonan segir einnig að engin einstaklingur eigi að þurfa þola hegðun sem þessa, að hún hafi verið berskjölduð og fórnarlamb karlrembu sem gerði hluti án hennar samþykkis. „Það var einfaldlega ekki borin virðing fyrir mér,“ segir Hermoso áður en hún fer yfir skrípaleikinn sem átti sér stað þegar spænska knattspyrnusambandið reyndi að þvinga hana til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu með geranda hennar. Hún gaf aldrei út slíka yfirlýsingu og reyndi einfaldlega að njóta þess að hafa orðið heimsmeistari. Hún tekur fram að sambandið hafi þrýst á hana, fjölskyldu hennar, vini og samherja til að reyna sópa málinu undir teppið. Hún segist standa fast á sínu og þvertekur fyrir að það sé á hennar ábyrgð að gefa út yfirlýsingu sem fari gegn því sem hún standi fyrir. „Ég hef enga þolinmæði fyrir svona hegðun … og það er ákvörðun mín að á meðan sama fólk er við stjórnvölin hjá spænska knattspyrnusambandinu mun ég ekki gefa kost á mér í spænska landsliðið,“ sagði Hermoso að endingu áður en hún þakkaði fyrir stuðninginn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Myndir og myndbönd af atvikinu fóru sem eldur um sinu í kjölfarið enda flest á því að um gríðarlega óviðeigandi atvik hafi verið að ræða. Rubiales var þó ekki á þeim buxunum og neitar að segja af sér þrátt fyrir mikla pressu. Í kjölfar atvika dagsins í dag, þar sem Rubiales tjáði sig, hefur Hermoso tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Eftir að ná einum merkasta áfanga íþróttaferils míns, og eftir nokkra daga af íhugun, vil ég þakka samherjum mínum, stuðningsfólki, aðdáendum, fjölmiðlum og öllum þeim sem hafa hjálpað mér að gera þennan draum að veruleika. Stuðningur og vinna ykkar var grundvöllurinn að því að vinna HM,“ segir Hermoso og heldur áfram. Official Announcement. August 25th,2023. pic.twitter.com/lQb18IGsk2— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) August 25, 2023 „Því miður voru fagnaðarlætin í styttri kantinum. Ég vil ekki hafa nein áhrif á framgang laganna og þau mál sem eru í gangi en mér finnst ég knúin til að segja að orð Luis Rubiales um atvikið sem átti sér stað eru uppspuni og hluti af þeirri stjórnsömu-menningu sem hann hefur búið til.“ „Ég vil taka skýrt fram að aldrei átti nein umræða sér stað og að með engu móti hafi ég samþykkt kossinn. Ég vil taka fram að mér líkaði einkar illa við téð atvik,“ bætti Hermoso við. Landsliðskonan segir einnig að engin einstaklingur eigi að þurfa þola hegðun sem þessa, að hún hafi verið berskjölduð og fórnarlamb karlrembu sem gerði hluti án hennar samþykkis. „Það var einfaldlega ekki borin virðing fyrir mér,“ segir Hermoso áður en hún fer yfir skrípaleikinn sem átti sér stað þegar spænska knattspyrnusambandið reyndi að þvinga hana til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu með geranda hennar. Hún gaf aldrei út slíka yfirlýsingu og reyndi einfaldlega að njóta þess að hafa orðið heimsmeistari. Hún tekur fram að sambandið hafi þrýst á hana, fjölskyldu hennar, vini og samherja til að reyna sópa málinu undir teppið. Hún segist standa fast á sínu og þvertekur fyrir að það sé á hennar ábyrgð að gefa út yfirlýsingu sem fari gegn því sem hún standi fyrir. „Ég hef enga þolinmæði fyrir svona hegðun … og það er ákvörðun mín að á meðan sama fólk er við stjórnvölin hjá spænska knattspyrnusambandinu mun ég ekki gefa kost á mér í spænska landsliðið,“ sagði Hermoso að endingu áður en hún þakkaði fyrir stuðninginn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31
Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð