Grindavík skoraði sjö og felldi Ægi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 22:46 Njarðvík og Grindavík unnu örugga sigra í kvöld. Njarðvík Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna. Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Í Grindavík voru Ægismenn í heimsókn og snemma var ljóst að heimamenn myndu hirða öll þrjú stigin. Kristófer Konráðsson skoraði eftir stundarfjórðung og tíu mínútum síðar bætti Dagur Ingi Hammer Gunnarsson við marki, staðan 2-0 í hálfleik. Dagur Ingi bætti við þriðja marki Grindavíkur í upphafi síðari hálfleiks og Óskar Örn Hauksson því fjórða aðeins mínútu síðar. Brynjólfur Þór Eyþórsson minnkaði muninn fyrir gestina en Edi Horvat kom Grindavík í 5-1. Dimitrije Cokic minnkaði muninn í 5-2 áður en Dagur Austman og Edi Horvat skoraðu tvö fyrir Grindavík, lokatölur 7-2. Hlynur Sævar Jónsson skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri á Selfyssingum. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Skagamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Njarðvík sótti þrjú stig á Akureyri. Rafael Victor, Gísli Maritn Sigurðsson og Oliver Keelart með mörkin. Þá gerðu Grótta og Þróttur R. jafntefli í leik þar sem gestirnir enduðu í raun á að nota þrjá markverði þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist í upphitun. Markvörður Þróttar meiðist í upphitun og varamarkvörðurinn meiðist eftir 7 mínútur og er borinn af velli. Markvörður 2. flokks kallaður til, nýmættur á Nesið og beint í markið #fotboltinet— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 25, 2023 Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu á meðan Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen skoruðu mörk Þróttar. ÍA er nú jafnt toppliði Aftureldingar með 40 stig en Mosfellingar eiga leik til góða. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig, Þór Ak. er sæti neðar með 24 stig, þar á eftir kemur Grótta með 23 líkt og Njarðvík sem er með verri markatölu. Þróttur er í 10. sæti með 20 stig, Selfoss þar fyrir neðan með jafn mörg stig en verri markatölu á meðan Ægir er með 9 stig á botninum. Í Lengjudeild kvenna nældi Fylkir í mikilvæg þrjú stig með 3-2 útisigri á Fram. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Tinna Harðardóttir með mörk Fylkis á meðan Þórey Björk Eyþórsdóttir og Breukelen Woodard skoruðu fyrir Fram. Fylkir er í 2. sæti með 32 stig, líkt og HK en betri markatölu. Fram er í 7. sæti með 18 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira