Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 15:01 Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs en aðsetur garðsins er í nýju og glæsilegu húsnæði á Hellissandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent