Hinsegin fólk á flótta Vilhjálmur Ósk Vilhjálms skrifar 29. ágúst 2023 07:31 Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun