Forest kvartar vegna dómaranna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 07:00 Leikmenn Forest voru ekki sáttur með Stuart Attwell, dómara. Stu Forster/Getty Images Nottingham Forest hefur sent inn kvörtun til dómarasambands, PGMOL, Englands vegna dómaranna í 3-2 tapi liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46
Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30