Örvar Eggertsson kom heimamönnum í HK yfir strax á 13. mínútu leiksins með góðri afgreiðslu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins í Kórnum. Þegar 68 mínútur voru liðnar virtist Anton Søjberg vera að gera út um leikinn fyrir heimamenn í HK, annað kom þó á daginn.
Ekki löngu síðar jafnaði Richard King metin með marki sem Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vildi meina að væri rangstaða. Það var svo á sjöttu mínútu uppbótartíma sem varamaðurinn Breki Ómarsson böðlaði boltanum yfir línuna og tryggði ÍBV stig í Kórnum.
HK með 25 stig í 7. sæti en ÍBV í 11. sæti með 18 stig þegar öll lið deildarinnar fyrir utan FH og KA eiga einn leik eftir af hefðbundinni deildarkeppni.