„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Helena Rós Sturludóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 30. ágúst 2023 20:56 Gunnar Örn Petersen er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann segir að staðan sé alvarleg. Landssamband veiðifélaga Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira