Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 21:04 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis. Vísir Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir. Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir.
Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent