Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 12:46 Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings. Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð. Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira