Verstappen kom fyrstur í mark og bætti metið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 15:26 Max Verstappen fagnaði sínum tíunda sigri í röð í dag. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fagnaði sigri í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar hann kom fyrstur í mark á Monza. Hann hefur nú unnið tíu keppnir í röð, fleiri en nokkur annar í sögu Formúlu 1. Verstappen jafnaði met Sebastians Vettel á heimavelli í hollenska kappakstrinum í síðustu viku og því fékk hann tækifæri til að bæta metið í dag. Hollendingurinn þurfti þó að hafa fyrir hlutunum í dag því Carlos Sainz á Ferrari byrjaði á ráspól eftir frábærar tímatökur í gær. Sainz barðist hetjulega og hélt Red Bull-bílnum fyrir aftan sig í um tuttugu hringi, en þá sigldi tvöfaldi heimsmeistarinn fram úr honum og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. TEN OUT OF TEN! @Max33Verstappen makes history at Monza by winning an incredible TENTH race in a row, a new F1 record!#ItalianGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/e6ktbYYMAb— Formula 1 (@F1) September 3, 2023 Það var svo Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, sem kom annar í mark, tæpum átta sekúndum á eftir Hollendingnum. Sainz varð að lokum þriðji og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, fjórði. Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen jafnaði met Sebastians Vettel á heimavelli í hollenska kappakstrinum í síðustu viku og því fékk hann tækifæri til að bæta metið í dag. Hollendingurinn þurfti þó að hafa fyrir hlutunum í dag því Carlos Sainz á Ferrari byrjaði á ráspól eftir frábærar tímatökur í gær. Sainz barðist hetjulega og hélt Red Bull-bílnum fyrir aftan sig í um tuttugu hringi, en þá sigldi tvöfaldi heimsmeistarinn fram úr honum og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. TEN OUT OF TEN! @Max33Verstappen makes history at Monza by winning an incredible TENTH race in a row, a new F1 record!#ItalianGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/e6ktbYYMAb— Formula 1 (@F1) September 3, 2023 Það var svo Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, sem kom annar í mark, tæpum átta sekúndum á eftir Hollendingnum. Sainz varð að lokum þriðji og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, fjórði.
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira