Segir met Verstappens ekki skipta neinu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 11:01 Toto Wolff veltir sér ekki of mikið upp úr meti Verstappens. Vísir/Getty Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli. Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“ Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira