Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 12:24 Björgumenn leita að fjölskylduföður sem hvarf þegar aurskriða ýtti bíl hans út í á við Aldea del Fresno í Madridarhéraði í gær. Vísir/EPA Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári. Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári.
Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira