Hópur herforingja undir forystu Brice Clotaire Oligui Nguema handtók Ali Bongo, forseta Gabons, og rændi völdum í Mið-Afríkuríkinu í síðustu viku. Bongo-fjölskyldan hafði verið í völd í meira en fimm áratugi.
Oligui sór embættiseið sinn í forsetahöllinni í höfuðborginni Libreville fyrir framan embættismenn og leiðtoga hersins og sveitarstjórna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að óbreyttir borgarar hafi fagnað við vígsluathöfnina.
„Með nýju ríkisstjórninni sem reynt fólk myndar ætlum við að gefa öllum tækifæri til þess að vona,“ sagði Oligui sem er frændi Bongo og var lífvörður föður hans sem stýrði Gabon í 41 ár.
Átylla herforingjanna fyrir því að ræna völdum var að Bongo leiddi glundroða yfir þjóðina. Bongo vann umdeildar kosningar sem voru gagnrýndar fyrir ógegnsæi og markaðar af ásökunum um svik, að sögn AP-fréttastofunnar.
Gabon var vísað úr Afríkubandalaginu eftir valdaránið. Það er sjötta frönskumælandi Afríkuríkið sem lendir undir herforingjastjórn á undanförnum þremur árum.