„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2023 13:37 Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands varpar ljósi á réttindi kvennanna sem nú mótmæla á hvalveiðibátum. Hún segir fólk ekki missa mannréttindi sín með því að viðhafa borgaralega óhlýðni og að lögreglu beri að gæta meðalhófs. aðsend Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Snemma í gærmorgun tók lögregla bakpoka af annarri konunni í hvalveiðiskipinu. Í pokanum var meðal annars vatn, næring, svefnpoki og sími en hún hefur nú verið án vatns í vel rúman sólarhring. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð hvort lögreglan hefði haft lagalega heimild til þess að svipta mótmælandann eigum sínum. „Þetta er auðvitað eignaupptaka og maður veltir fyrir sér heimildunum. Ef þetta væri í tengslum við rannsókn sakamáls og þetta væri sönnunargagn þá myndi þetta horfa öðruvísi við. En líka hitt, maður veltir fyrir sér hvort verið sé að gæta meðalhófs því þó svo að lögreglu beri auðvitað að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu þá er spurningin, hversu langt má ganga.“ Margrét heldur áfram og spyr hvort leyfilegt sé að setja heilsu og líf einstaklings í hættu. „Sérstaklega þegar ekkert er vitað um viðkomandi einstakling; hvernig heilsufari er háttað og svo framvegis. Auðvitað eru grundvallarmannréttindi rétturinn til lífs og rétturinn til að þola ekki ómannúðlega meðferð eða refsingu.“ Telurðu þá að lögreglan sé á gráu svæði lagalega séð? „Ég myndi segja það og að það ætti að skoða þetta mjög vel og ef málið færi fyrir dómstól síðar meir þá væri þetta eitthvað sem kæmi til alvarlegrar skoðunar, að mínu mati, því þarna er friðsamleg aðgerð þó þetta sé borgaraleg óhlýðni. Fólk missir ekki mannréttindi sín, þau eru varin af alþjóðasáttmálum og líka rétturinn til að mótmæla og þá þarf að hugsa fyrst og fremst hvort verið sé að ganga lengra en nauðsyn ber til miðað við það sem verið er að reyna að ná fram.“ Margrét segir að koma þurfi til alvarlegrar skoðunar hvort meðalhófs hafi verið gætt af hálfu lögreglu. „Það er auðvitað bæði í alþjóðasamningum þá er að finna ákvæði sem leggja bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og refsingu og svo framveig og maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot.“ Margrét bendir á að borgaraleg óhlýðni og samviskumótmæli hafi margsinnis knúið fram mörg framfaramál. „Þá er nú hið fræga dæmi Rosu Parks sem neitaði að gefa eftir sæti sitt í strætó og var upphafið að því að aðskilnaðarstefna var afnumin í Bandaríkjunum og síðan voru friðsamleg mótmæli til dæmis Ghandi sem urðu líka til breytinga í Indversku þjóðfélagi þannig að það sýnir sig að samviskumótmæli þau geta haft áhrif og það er líka í rauninni varið af mannréttindasamningum. Þú átt, í krafti samvisku þinnar, að geta mótmælt löggjöf sem á einhvern hátt er óréttlát eða brýtur gegn réttindum, maður talar nú yfirleitt um mannréttindi en í þessu tilviki erum við að tala um dýr. En engu að síður, þetta er andstætt samvisku þessara einstaklinga sem eru að mótmæla og þeir eru að mótmæla meðferð sem þeim finnst vera ómannúðleg“. Mannréttindi Lögreglan Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 „Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Snemma í gærmorgun tók lögregla bakpoka af annarri konunni í hvalveiðiskipinu. Í pokanum var meðal annars vatn, næring, svefnpoki og sími en hún hefur nú verið án vatns í vel rúman sólarhring. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð hvort lögreglan hefði haft lagalega heimild til þess að svipta mótmælandann eigum sínum. „Þetta er auðvitað eignaupptaka og maður veltir fyrir sér heimildunum. Ef þetta væri í tengslum við rannsókn sakamáls og þetta væri sönnunargagn þá myndi þetta horfa öðruvísi við. En líka hitt, maður veltir fyrir sér hvort verið sé að gæta meðalhófs því þó svo að lögreglu beri auðvitað að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu þá er spurningin, hversu langt má ganga.“ Margrét heldur áfram og spyr hvort leyfilegt sé að setja heilsu og líf einstaklings í hættu. „Sérstaklega þegar ekkert er vitað um viðkomandi einstakling; hvernig heilsufari er háttað og svo framvegis. Auðvitað eru grundvallarmannréttindi rétturinn til lífs og rétturinn til að þola ekki ómannúðlega meðferð eða refsingu.“ Telurðu þá að lögreglan sé á gráu svæði lagalega séð? „Ég myndi segja það og að það ætti að skoða þetta mjög vel og ef málið færi fyrir dómstól síðar meir þá væri þetta eitthvað sem kæmi til alvarlegrar skoðunar, að mínu mati, því þarna er friðsamleg aðgerð þó þetta sé borgaraleg óhlýðni. Fólk missir ekki mannréttindi sín, þau eru varin af alþjóðasáttmálum og líka rétturinn til að mótmæla og þá þarf að hugsa fyrst og fremst hvort verið sé að ganga lengra en nauðsyn ber til miðað við það sem verið er að reyna að ná fram.“ Margrét segir að koma þurfi til alvarlegrar skoðunar hvort meðalhófs hafi verið gætt af hálfu lögreglu. „Það er auðvitað bæði í alþjóðasamningum þá er að finna ákvæði sem leggja bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og refsingu og svo framveig og maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot.“ Margrét bendir á að borgaraleg óhlýðni og samviskumótmæli hafi margsinnis knúið fram mörg framfaramál. „Þá er nú hið fræga dæmi Rosu Parks sem neitaði að gefa eftir sæti sitt í strætó og var upphafið að því að aðskilnaðarstefna var afnumin í Bandaríkjunum og síðan voru friðsamleg mótmæli til dæmis Ghandi sem urðu líka til breytinga í Indversku þjóðfélagi þannig að það sýnir sig að samviskumótmæli þau geta haft áhrif og það er líka í rauninni varið af mannréttindasamningum. Þú átt, í krafti samvisku þinnar, að geta mótmælt löggjöf sem á einhvern hátt er óréttlát eða brýtur gegn réttindum, maður talar nú yfirleitt um mannréttindi en í þessu tilviki erum við að tala um dýr. En engu að síður, þetta er andstætt samvisku þessara einstaklinga sem eru að mótmæla og þeir eru að mótmæla meðferð sem þeim finnst vera ómannúðleg“.
Mannréttindi Lögreglan Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 „Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12
„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 5. september 2023 09:07