Anahita fór fyrst niður úr tunnunni klukkan 14:13. Hún hafði verið án vatns og matar frá því snemma í gærmorgun. Lögregla hafði tekið vistir af henni en þegar niður var komið fékk hún vatnssopa frá lögreglu.
Rúmum tuttugu mínútum síðar fór Elissa niður. Mannskari við höfnina fagnaði þeim báðu minnilega þegar þær komu niður. Áður hefur Valgerður Árnadóttir, talskonar hvalavina, gagnrýnt það í samtali við fréttastofu að konurnar hafi verið fluttar á brott í lögreglubílum frekar en í sjúkrabíl.
Valgerður telur þær stöllur hafa bjargað fjórum hvölum með aðgerðum sínum. Starfsmenn Hvals eru nú um borð í bátunum og hafa vélarnar verið ræstar.