Verður að skrá sig og vera heima ef það vill leigja út til skemmri tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2023 08:47 Stórar fjölskyldur geta ekki lengur leigt íbúð til skemmri tíma í New York í gegnum fyrirtæki á borð við Airbnb. Nýjar reglur um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis hafa tekið gildi í New York, sem forsvarsmenn Airbnb hafa sagt jafngilda „banni“ gegn fyrirtækinu og öðrum í sama bransa. Samkvæmt reglunum mega eigendur íbúða nú aðeins leigja þær út í minna en 30 daga í einu ef þeir hafa skráð sig hjá borgaryfirvöldum og skuldbinda sig til að vera heima í húsnæðinu á meðal dvöl leigjandans stendur. Þá má ekki leigja íbúð eða herbergi út til fleiri en tveggja einstaklinga í einu, sem þýðir að stærri fjölskyldur geta ekki lengur nýtt sér þjónustu fyrirtækja á borð við Airbnb í New York. Reglurnar voru settar fyrir nokkru síðan en hafa verið til umfjöllunar hjá dómstólum þar til nú. Tilgangurinn með þeim er að koma til móts við fjölda íbúa borgarinnar, sem segja heilu fjölbýlishúsin vera orðin eins og hótel þar sem ókunnugir koma og fara allan sólahringinn, alla daga. Þá segja gagnrýnendur að þessi nýja útleigumenning hafi orðið til þess að ýta undir húsnæðisskort, sem hafi verið mikill fyrir. Aðrir íbúar, sem hafa haft tekjur af því að leigja út húsnæðið sitt, segja hins vegar grafið undan tekjum þeirra en talsmenn Airbnb segja marga reiða sig á leigutekjur til að ná endum saman. „Borgin er að senda skýr skilaboð til milljóna mögulegra ferðamanna sem hafa nú úr færri kostum að velja þegar þeir heimsækja New York: Þú ert ekki velkominn,“ segir Theo Yedinsky, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Airbnb. Aðeins 3.800 hafa sótt um skráningu hjá borgaryfirvöldum og af þeim umsóknum hafa aðeins 300 verið samþykktar. Airbnb Ferðalög Bandaríkin Húsnæðismál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Samkvæmt reglunum mega eigendur íbúða nú aðeins leigja þær út í minna en 30 daga í einu ef þeir hafa skráð sig hjá borgaryfirvöldum og skuldbinda sig til að vera heima í húsnæðinu á meðal dvöl leigjandans stendur. Þá má ekki leigja íbúð eða herbergi út til fleiri en tveggja einstaklinga í einu, sem þýðir að stærri fjölskyldur geta ekki lengur nýtt sér þjónustu fyrirtækja á borð við Airbnb í New York. Reglurnar voru settar fyrir nokkru síðan en hafa verið til umfjöllunar hjá dómstólum þar til nú. Tilgangurinn með þeim er að koma til móts við fjölda íbúa borgarinnar, sem segja heilu fjölbýlishúsin vera orðin eins og hótel þar sem ókunnugir koma og fara allan sólahringinn, alla daga. Þá segja gagnrýnendur að þessi nýja útleigumenning hafi orðið til þess að ýta undir húsnæðisskort, sem hafi verið mikill fyrir. Aðrir íbúar, sem hafa haft tekjur af því að leigja út húsnæðið sitt, segja hins vegar grafið undan tekjum þeirra en talsmenn Airbnb segja marga reiða sig á leigutekjur til að ná endum saman. „Borgin er að senda skýr skilaboð til milljóna mögulegra ferðamanna sem hafa nú úr færri kostum að velja þegar þeir heimsækja New York: Þú ert ekki velkominn,“ segir Theo Yedinsky, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Airbnb. Aðeins 3.800 hafa sótt um skráningu hjá borgaryfirvöldum og af þeim umsóknum hafa aðeins 300 verið samþykktar.
Airbnb Ferðalög Bandaríkin Húsnæðismál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira