Lokaorð flugmanns þyrlunnar sem fórst í Leicester opinberuð Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 12:31 Stundin þegar að þyrlan tók á loft frá King Power leikvanginum í Leicester Vísir/Getty Lokaorð flugmannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þáverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, og með þeim afleiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opinberuð í skýrslu um slysið. Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira