Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 13:41 Elísabet við Elísabetarstíg. Vísir/Arnar Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“ Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“
Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01