Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 13:41 Elísabet við Elísabetarstíg. Vísir/Arnar Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“ Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“
Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent