Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 12:13 Klasasprengjur má finna víða um heim og þær geta valdið mannskaða mörgum áratugum eftir að þau eru notuð í átökum. AP/Mohammed Zaatari Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum.
Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira