Sjálfsvíg og fjölmiðlar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir skrifar 6. september 2023 13:01 Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun