Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 08:50 Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á 100.000 dollara í skatt og að eiga skotvopn þegar hann var í virkri fíkniefnaneyslu. AP/Julio Cortez Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40