Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2023 14:01 Aron Pálmarsson í leik með FH tímabilið 2008-09. fh Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla FH Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla FH Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira