Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 23:30 Geoff Konopka stýrði kvennaliði Man United áður en hann var dæmdur í fangelsi. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira