Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Kolbeinn Tumi Daðason, Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. september 2023 10:12 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39