Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2023 20:31 Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna. Hann segir að gleðin hafi verið við völd í réttunum eins og svo oft áður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira