Djokovic valtaði yfir Shelton og hermdi eftir fagni hans Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 08:01 Novak Djokovic er kominn í úrslit opna bandaríska meistaramótsins. Vísir/Getty Novak Djokovic tryggði sér í gærkvöldi sæti í sínum tíunda úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hundraðasti leikur Djokovic á mótinu frá upphafi. Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“ Tennis Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“
Tennis Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira