Endurtekning á úrslitaleiknum frá því fyrir tveimur árum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 10:31 Medvedev mætir Novak Djokovic í úrslitum opna bandaríska mótsins annað kvöld. Vísir/Getty Daniil Medvedev tryggði sér í nótt sæti í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hann vann sigur á Carlos Alcaraz í fjórum settum og mætir Novak Djokovic í úrslitum. Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“ Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira