Í hugleiðingum veðurfræðings segir að skammt út af Melrakkasléttu sé dálítil lægð, sem olli stífri suðvestanátt í gær. Fram kemur að lægðin hreyfist norðaustur á bóginn í dag. Norðanátt muni draga yfir landið með súld eða rigningu á norðanverðu landinu, en rofar víða til syðra.
Smálægð á Grænlandshafi muni hreyfast til austurs fyrir sunnan landið á morgun. Þá muni rigna víða sunnanlands, en haldast að mestu þurrt fyrir norðan og kólnar heldur.
Snjóa mun sums staðar á miðhálendinu. Aðfaranótt mánudags fjarlægist lægðin síðan og þá léttir víða til, en kólnar enn fremur. Má því reikna með næturfrosti inn til landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt bjartviðri, en stöku skúrir syðst á landinu. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn, en víða nærri frostmarki að næturlagi.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt þurrt og bjart veður, en þykknar upp vestantil síðdegis. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Austlæg átt með rigningu eða súld sunnan- og austantil, en annars bjart með köflum. Hiti 6 til 12 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og víða dálítil væta með köflum. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Útlit fyrir hægviðri og lítilsháttar vætu. Milt í veðri.