Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 12:01 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26