Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 14:02 Sara Björk með boltann í leik Juventus á miðvikudag. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn