Nítján ára heimakona fagnaði sigri á opna bandaríska Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 09:40 Gauff með bikarinn. Hún vann sinn fyrsta risatitil í nótt. EPA Draumur hinnar 19 ára Coco Gauff rættist í nótt þegar hún tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í tennis. Gauff vann sigur á Aryna Sabalenka frá Belarús í þremur settum sem þrátt fyrir tapið lyftir sér upp í efsta sæti heimslistans. Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty
Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira