Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara.
Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar.
Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku.
Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna.