„Við vorum slakir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 11. september 2023 22:10 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Önnur umferð Olís-deildar karla fór af stað með stórleik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur atriði sem megi bæta í leik sinna manna. „Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við. Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við.
Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira