Breska ríkisútvarpið greinir frá því að allir ferðamenn – fjórtán ára og eldri – muni þurfa að greiða gjaldið og sömuleiðis fyrirfram skrá komu sína til borgarinnar sem er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í álfunni.
Borgarfulltrúinn Simone Venturini segir að um tilraunaverkefni sé að ræða sem muni standa til háannatímans næsta sumar, það er þegar ferðamenn í borginni eru alla jafna hvað flestir.
Borgin er einungis tæpir átta ferkílómetrar að stærð og tók á móti nærri þrettán milljónum ferðamanna árið 2019, en spár gera ráð fyrir að á komandi árum muni fjöldinn verða meiri en hann var árin fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar.