Man Utd ætlar ekki að fá El Ghazi á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 08:30 Anwar El Ghazi í leik gegn Southampton. Robin Jones/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er ekki að íhuga að fá Anwar El Ghazi á frjálsri sölu þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa er samningslaus sem stendur. Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira