Spilar ekki miðsvæðis með Man City og mun ekki gera það hjá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:30 Gareth Southgate og Phil Foden. Franco Romano/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma til greina að spila Phil Foden í gegnum miðjuna þar sem hann geri það ekki með félagsliði sínu, Manchester City. Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira