Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 09:30 Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske og undir 21-árs landsliðs Íslands í fótbolta Vísir Kristall Máni Ingason, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, hefur fundið fegurðina í fótboltanum á nýjan leik í herbúðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosenborg. Kristall verður í eldlínunni með u-21 árs landsliðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira
„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira