Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 11:56 Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn. Síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir tíu dögum seinna. vísir/vilhelm Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18
Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55