Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 11:56 Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn. Síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir tíu dögum seinna. vísir/vilhelm Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18
Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55