Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 15:13 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar hann mætti til þingsetningar í dag. Vísir/Hulda Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. „Fram undan er annasamur tími að vanda, að mörgu að hyggja þegar horft er fram á veg. Þennan þingvetur og allt næsta ár er einnig margs að minnast ef horft er um öxl,“ sagði Guðni. Hann rifjaði upp að árið 2024 verði rétt þúsund ár liðin frá því að merk þingræða var flutt, ef marka má Heimskringlu Snorra Sturlusonar þegar Einar Þveræingur mælti þá gegn þeirri ósk Ólafs Helga Noregskonungs að fá Grímsey til eignar. Klippa: Ávarpaði Alþingi við setningu 154. löggjafarþings „Fyrir þúsund árum urðu einnig þau tíðindi að Þorgeir Hávarsson safnaðist til feðra sinna, megi trúa Fóstbræðra sögu. „Aldregi skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði.“ Þetta er Þórelfur móðir hans látin segja í Gerplu, snilldarlegu verki Halldórs Laxness í anda fornsagnanna. Aumri aðdáun andhetjunnar Þorgeirs á valdi má halda á lofti nú um stundir þegar ráðamenn í Rússlandi reyna að sýna mátt sinn og megin með því að ráðast með ofbeldi inn í grannríki.“ Ísland gerbreyst Guðni rifjaði upp að 150 ár verði liðin þann 5. janúar frá því Kristján IX. Danakonungur staðfesti stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands, þau grunnlög sem Íslendingum voru færð þegar landið tilheyrði Danaveldi. Þá verði 80 ár liðin þann 17. júní á næsta ári frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Þá hafi ný stjórnarskrá verið samþykkt sem Guðni rifjar upp að hafi áfram borið þess skýr merki að eiga rætur í konungsríki og vera samin fyrir konungsríki. Þá nefndi hann að 2024 verði 30 ár síðan EES samningurinn tók gildi á Íslandi.„Satt er það líka að síðustu áratugi hefur Ísland gerbreyst að mörgu leyti. Nú er stór hluti íbúa landsins af erlendu bergi brotinn. Fólk sækir hingað vinnu eða skjól og sé vel að verki staðið verður samfélagið fjölbreyttara og fallegra, öflugra og framsæknara. Um leið þurfum við að tryggja að eining ríki um grunnstoðir okkar, málfrelsi og athafnafrelsi hvers og eins, réttarríki og samhjálp– samfélag þar sem fólk getur sýnt hvað í því býr, sjálfu sér og öðrum til heilla, en fær líka þá aðstoð sem þörf krefur hverju sinni.“ Fleira sem sameini en sundri Samtímis sagði Guðni að megi efla þá þætti í menningu okkar og mannlífi sem geta sameinað flesta íbúa landsins. Íslendingar eigi tungumál sem geri okkur kleyft að skilja það sem skráð var á bókfell fyrir nær þúsund árum. „Öll getum við lagt okkar af mörkum og sjálfsagt er að ríkisvaldið sé í fararbroddi. Í stjórnarskrá mætti vera kveðið á um það sem segir nú þegar í lögum, að íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Ályktun þess efnis gæti jafnvel þótt við hæfi á afmælisárinu fram undan. Best væri líka að opinber fyrirtæki hefðu íslenskt mál ætíð í forgrunni, á flugvöllum, hjá stofnunum og hvarvetna. Lítt stoðar að kvarta undan því að alþjóðamálið enska sæki á ef við sjálf gerum því óþarflega hátt undir höfði en látum okkar eigin tungu liggja í láginni.“ Mikilvægt sé að Íslendingar geri þeim sem hingað flytji betur kleift að læra íslensku, bjóði fleiri námskeið og námsefni, sýni jafnvel aukna lipurð og aðstoð á starfsvettvangi. „Nú við upphaf þings lýsi ég því þeirri von að ykkur megi auðnast að vinna vel í þágu lands og þjóðar. Vissulega á þingið að vera vettvangur ágreinings og átaka ef svo ber undir. Vissulega getur verið að einhverjum þyki orð Bríetar í laginu um Esjuna eiga vel við, að við förum „eftir einbreiðum vegi sem liggur í öfuga átt“ og „allt er síendurtekið, samt er svo mikið ósagt“. Engu að síður má vona að góður andi ríki hér, að virðing verði borin fyrir ólíkum sjónarmiðum, að þingmenn geti notið ljúfra stunda milli stríða, slegið á létta strengi og fundið að þrátt fyrir allt er það mun fleira sem sameinar okkur í þessu landi en það sem sundrar okkur.“ Alþingi Forseti Íslands Íslensk tunga Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
„Fram undan er annasamur tími að vanda, að mörgu að hyggja þegar horft er fram á veg. Þennan þingvetur og allt næsta ár er einnig margs að minnast ef horft er um öxl,“ sagði Guðni. Hann rifjaði upp að árið 2024 verði rétt þúsund ár liðin frá því að merk þingræða var flutt, ef marka má Heimskringlu Snorra Sturlusonar þegar Einar Þveræingur mælti þá gegn þeirri ósk Ólafs Helga Noregskonungs að fá Grímsey til eignar. Klippa: Ávarpaði Alþingi við setningu 154. löggjafarþings „Fyrir þúsund árum urðu einnig þau tíðindi að Þorgeir Hávarsson safnaðist til feðra sinna, megi trúa Fóstbræðra sögu. „Aldregi skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði.“ Þetta er Þórelfur móðir hans látin segja í Gerplu, snilldarlegu verki Halldórs Laxness í anda fornsagnanna. Aumri aðdáun andhetjunnar Þorgeirs á valdi má halda á lofti nú um stundir þegar ráðamenn í Rússlandi reyna að sýna mátt sinn og megin með því að ráðast með ofbeldi inn í grannríki.“ Ísland gerbreyst Guðni rifjaði upp að 150 ár verði liðin þann 5. janúar frá því Kristján IX. Danakonungur staðfesti stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands, þau grunnlög sem Íslendingum voru færð þegar landið tilheyrði Danaveldi. Þá verði 80 ár liðin þann 17. júní á næsta ári frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Þá hafi ný stjórnarskrá verið samþykkt sem Guðni rifjar upp að hafi áfram borið þess skýr merki að eiga rætur í konungsríki og vera samin fyrir konungsríki. Þá nefndi hann að 2024 verði 30 ár síðan EES samningurinn tók gildi á Íslandi.„Satt er það líka að síðustu áratugi hefur Ísland gerbreyst að mörgu leyti. Nú er stór hluti íbúa landsins af erlendu bergi brotinn. Fólk sækir hingað vinnu eða skjól og sé vel að verki staðið verður samfélagið fjölbreyttara og fallegra, öflugra og framsæknara. Um leið þurfum við að tryggja að eining ríki um grunnstoðir okkar, málfrelsi og athafnafrelsi hvers og eins, réttarríki og samhjálp– samfélag þar sem fólk getur sýnt hvað í því býr, sjálfu sér og öðrum til heilla, en fær líka þá aðstoð sem þörf krefur hverju sinni.“ Fleira sem sameini en sundri Samtímis sagði Guðni að megi efla þá þætti í menningu okkar og mannlífi sem geta sameinað flesta íbúa landsins. Íslendingar eigi tungumál sem geri okkur kleyft að skilja það sem skráð var á bókfell fyrir nær þúsund árum. „Öll getum við lagt okkar af mörkum og sjálfsagt er að ríkisvaldið sé í fararbroddi. Í stjórnarskrá mætti vera kveðið á um það sem segir nú þegar í lögum, að íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Ályktun þess efnis gæti jafnvel þótt við hæfi á afmælisárinu fram undan. Best væri líka að opinber fyrirtæki hefðu íslenskt mál ætíð í forgrunni, á flugvöllum, hjá stofnunum og hvarvetna. Lítt stoðar að kvarta undan því að alþjóðamálið enska sæki á ef við sjálf gerum því óþarflega hátt undir höfði en látum okkar eigin tungu liggja í láginni.“ Mikilvægt sé að Íslendingar geri þeim sem hingað flytji betur kleift að læra íslensku, bjóði fleiri námskeið og námsefni, sýni jafnvel aukna lipurð og aðstoð á starfsvettvangi. „Nú við upphaf þings lýsi ég því þeirri von að ykkur megi auðnast að vinna vel í þágu lands og þjóðar. Vissulega á þingið að vera vettvangur ágreinings og átaka ef svo ber undir. Vissulega getur verið að einhverjum þyki orð Bríetar í laginu um Esjuna eiga vel við, að við förum „eftir einbreiðum vegi sem liggur í öfuga átt“ og „allt er síendurtekið, samt er svo mikið ósagt“. Engu að síður má vona að góður andi ríki hér, að virðing verði borin fyrir ólíkum sjónarmiðum, að þingmenn geti notið ljúfra stunda milli stríða, slegið á létta strengi og fundið að þrátt fyrir allt er það mun fleira sem sameinar okkur í þessu landi en það sem sundrar okkur.“
Alþingi Forseti Íslands Íslensk tunga Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent