Káfaði á fréttakonu í beinni Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 21:23 Maðurinn gekk aftan af fréttakonunni Isu Balado, truflaði hana í beinni útsendingu og káfaði á henni. Hann var svo réttilega handtekinn. Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn. Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún. Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún.
Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira