Káfaði á fréttakonu í beinni Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 21:23 Maðurinn gekk aftan af fréttakonunni Isu Balado, truflaði hana í beinni útsendingu og káfaði á henni. Hann var svo réttilega handtekinn. Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn. Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún. Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún.
Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira