Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 08:36 Verkið er frá 1884 og metið á 400 til 900 milljónir króna. Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur. Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur.
Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira