„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“ Íris Hauksdóttir skrifar 13. september 2023 20:01 Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld. Grímar Jónsson Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi. „Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
„Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira