„Man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2023 20:01 Martin verður frá næstu 8-10 vikurnar eftir aðgerð sem hann fór í morgun. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekkst í dag undir aðgerð á hné. Sama hné og hann sleit krossband í fyrir ekki svo löngu. Ákveðið bakslag kom upp en hann vonast til að verða ekki lengi frá. Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin. Spænski körfuboltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira