Kim heitir Pútín fullum stuðningi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 18:18 Vladimír Pútín og Kim Jong Un virtust ánægðir með að hittast í morgun. AP/Vladimir Smirnov Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56