Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 14. september 2023 09:54 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11
Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35