Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2023 20:01 Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar. Vísir/Einar Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“ Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“
Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18
Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39