Ísak lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Christos Tzolis á 17. mínútu leiksins, áður en gestirnir tvöfölduðu forystuna rúmum tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Heimamenn minnkuðu þó muninn á lokamínútu hálfleiksins og staðan var því 2-1, Fortuna Düsseldorf í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Gestirnir bættu svo þriðja markinu við seint í síðari hálfleik eftir undirbúning Ísaks og niðurstaðan varð því 3-1 sigur gestanna frá Düsseldorf.
Með sigrinum lyftu Ísak og félagar sér á topp þýsku B-deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki, fjórum stigum meira en Hansa Rostock sem situr í sjötta sæti.